Never argue with an idiot...

...They bring you down to their level and beat you with experience. 

Enn og aftur þá skilja menn ekki að umræðan snýst ekki um ólöglegt niðurhal þó það sé nú því miður mest áberandi lösturinn á netnotkun landsmanna. Hægt er að sækja gríðarmagn af efni á löglegan hátt og samt fara langt yfir "sýndarmörk" Símans og annarra þjónustuaðila.

Tökum sem dæmi:

Fríar Linux útgáfur - frá nokkrum mb upp í nokkur gígabæt
Demo af leikjum - nokkur hundruð mb upp í nokkur gígabæt
"Streaming" tónlist og video
Forritauppfærslur og margt fleira.

Það sem mér finnst sorglegast er hversu fastir menn eru í umræðunni að þetta séu allt stórþjófar og bandítar sem séu að skemma allt fyrir "hobbý" vafraranum með yfirgengilegu niðurhali. Það er líka fólk sem sækir mikið efni á fullkomlega löglegan hátt sem verið er að svína á. Þetta snýst ekki um ólöglegt niðurhal heldur að fyrirtæki auglýsi þjónustu sína rétt.
Það hlítur að vera erfitt að skilja en ef við segjum td að Sýn færi að takmarka sjónvarpsnotkun hjá áskrifendum sínum vegna þess að þeir væru búnir að horfa á 47 leiki á einum mánuði en það væru samt 50 leikur sýndir live þá yrði allt brjálað í boltalandi.

Þetta er beint framhald af umræðunni úr seinasta bloggi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Debian Linux archívan er til dæmis rúmlega 290 GB í heild sinni. 

Myrkvi (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 00:27

2 Smámynd: KG

Það er mjög auðveldega hægt að nota þessi upphafsrök þín gegn þér sjálfum.... eins og marg er búið að benda á þá er bandbreidd okkar til útlanda takmörkuð, það er eitthvað sem netveitur geta lítið gert í...

Síminn á þriðjungshlut í E-Farice og Vodafone töluvert minni hlut einnig. Þegar RHnet getur tryggt sér 100Mbit aukabandbreidd yfir Farice strenginn með samning við Símann þá hlítur Síminn sjálfur að geta aukið bandbreidd sína.

Ef þú sér auglýstan bíl á 15 þúsund króna afborgunum á mánuði þá skoðaður hvort það sé einhver útborgun - auðvitað geriru það. Þú myndir samt ALDREI sætta þig við það ef klausan um útborgun væri óljós og villandi og upphæðin gefin upp þegar þú ert búinn að eiga bílinn í 1 og hálft ár.

Ef Vodafone auglýsir ókeypis símtöl til útlanda þá athugarðu limitið. En ef Vodafone auglýsir ÓTAKMÖRKUÐ símtöl til útlanda, helduru að hversdagsnotandi myndi strax segja við sjálfan sig að það sé of gott til að vera satt. Afhverju ættu þeir að véfengja eitt stærsta fjarskiptafyrirtæki landsins?

Ef hinn almenni notandi sækir ekki nálægt því magni sem Síminn hefur sem takmark hjá sér, segjum td að hann sæki 2GB á viku og noti netið 2 tíma á dag alla daga vikunnar. Þá er hann að nota tæplega 330Kbit bandvídd að meðaltali.

Til að lenda í fyrstu síu Símans þá þarf notandi einungis að nota rúman þriðjung keyptrar bandvíddar miðað við 12Mbit tengingu tvo tíma á dag í eina viku.

Það sér hver heilvita maður að það er eitthvað bogið við auglýsta þjónustu og það sem er svo boðið upp á.
Á innan við 8 klukkutímum (gróflega áætlað) er fræðilega hægt að ná upp í fyrstu takmörkun Símans.
Sættu þig við það. Það eru ekki allir sunnudags bloggarar eða MSN fíklar.

Síminn, "líklega" ótakmarkað erlent niðurhal...

Enn betra slagorð er það ekki?

KG, 3.1.2008 kl. 02:30

3 Smámynd: KG

Óskar, það eru þín orð en ekki mín. Ég var hreinlega að segja að það er fólk sem notar tengingarnar á löglegan hátt.

KG, 3.1.2008 kl. 02:33

4 Smámynd: KG

Ég held það sért þú sem skilur ekki raunverulegu stöðuna í þessu máli. Þú hefur verið duglegur við að bera umræðuna yfir á allt annað og lægra plan en hún á skilið. Annaðhvort færðu þá þjónustu sem þú borgar fyrir eða þú borgar fyrir þá þjónustu sem þú færð. Hive má eiga það að þeir hafa ekki farið í það að refsa notendum fyrir það eitt að nýta sér þjónustuna sem þeim er seld. Seinustu mánuði hafa þeir hins vegar verið í vandræðum með utanlandsgáttina sem þó er að sjá í endan á.

Jón Bjarni: Komdu nú með haldbær rök fyrir því afhverju Síminn ætti að halda áfram að bjóða ótakmarkað niðurhal en takmarka það þó við 80GB á mánuði. Sú tala er hvergi í neinum skilmálum Símans. Segðu mér einnig afhverju Síminn ætti að sleppa því að hafa í skilmálum sínum upplýsingar um slíkar hamlandi aðgerðir eins og hraðatakmarkanir Símans eru þó það myndi hafa í mörgum tilvikum úrslitaáhrif á því hvort fólk stæði í viðskiptum við Símann eða færi einhvert annað.
Ef þú getur ekki svarað þessu á skynsaman hátt þá sjáum við bara að þú hefur ekkert til málanna að leggja annað en nöldur og leiðindaskap sem á engan stað í þessari umræðu.

KG, 3.1.2008 kl. 08:46

5 identicon

Við vitum vel að þeir bjóða ekki upp á ótakmarkað niðurhal samhv skilmálum, en samhv auglýsingum þá er niðurhal ótakmarkað.

Þarf ég að segja enn og aftur.. Umræðan er tengd því að síminn hefur ekki til boða þá þjónustu sem þeir AUGLÝSA.

Myrkvi (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 12:45

6 identicon

Jón Bjarni, þú hefur enn ekki komið með svar við athugasemd 8.

Hef gaman af því hvernig þú horfir á peninginn sem þú borgar fyrir nettenginguna þína eins og þitt framlag í púkk landsmanna fyrir internet sambandi við umheiminn, þar sem hver og einn þarf að passa sig að skemma ekki fyrir hinum.

Sá peningur sem ég borga er fyrir persónulegri nettengingu með ótakmörkuðu niðurhali í gegnum þjónustuaðila sem ég treisti til þess að standa undir þeim kröfum sem möguleikar þjónustu þeirra byggir á.

Myrkvi (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 13:05

7 identicon

Jón Bjarni: Ég er farinn að sjá hvað þú meinar með að þetta sé einsog að ræða við grjóthnullung.

Myrkvi : Þú ferð í hringi sama hverju þér er svarað :)

Sættu þig við að þetta stenst lög , skilmála og allt sem þú ert búinn að reyna að halda fram.

 Það er hrein staðreynd að torrent notkun er vandamál ekki bara á íslandi heldur um allann heim.

Sökum þeirrar staðreyndar að við búum á eyju að þá er ekki raunhæft að ætlast til þess að fyrirtæki eyði milljónum í að þóknast fáum.

Frekar að setja peningana þar sem þeir skipta máli svosem að bæta tengingar hjá þeim sem geta ekki verið með góðar tengingar t.d. úti á landi og álíka á stöðum þar sem þau geta ekki fengið neinar slíkar þjónustur.

(Ef ég byggi úti á landi að þá myndi ég frekar velja að láta eyða 10mil í að byggja upp betra samband í dreifbýli frekar en að heimta að þeir stækki útlandasamband sem fyllist á 2 - 3 dögum) 

Óli (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 18:06

8 identicon

Óli, sem starfsmaður símanns ættir þú vel að þekkja stefnu þeirra í nettengingum á landsbyggðinni.
Það þurfti að setja lög á sínum tíma til þess að neyða þá í innleiðslu ISDN.

Myrkvi (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 03:23

9 identicon

Óli, hví að auglýsa ekki 80GB ótakmarkað niðurhal, frekar en að gefa í skyn að um sé að ræða niðurhal algjörlega án takmarkanna?

Myrkvi (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 03:27

10 identicon

Ég hef aldrei séð auglýsingu í sjónvarpi\morgunblaði\auglýsingaskilti þar sem stendur "Tryggðu þér veiðikort í Laxá í Kjós, innifalinn ótakmarkaður veiðikvóti"

Veiðileyfi eru keypt per stöng, svo net eru ekki inn í myndinni.

Myrkvi (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 11:37

11 identicon

Ég leigði mér bíl í Bandaríkjunum síðasta sumar... Ótakmarkaður akstur.

Eitthvað hefði ég sagt ef mér yrði tjáð að ég fengi ekki aftur viðskipti við Budget því ég hefði keyrt umfram "venjulegrar notkunar" sem væri miðuð við 50km á dag.

Myrkvi (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 11:39

12 identicon

80GB miðað við fullnýtingu á ótakmarkaðri tenging er 2.4% nýting.

Það jafnast á við að keyra bíl 52 km á dag miðað við 90km hámarkshraða, þar sem mest væri hægt að keyra hann 2160 km.

Myrkvi (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 12:56

13 identicon

1200km á dag er 25% nýting.

Ég myndi kvarta ef hún setti 120km á dag sem hámark, sem er í réttu hlutfalli við netið.

Myrkvi (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 14:08

14 identicon

Ég hef ekkert út á það að segja að Síminn skuli "cappa" þá sem downloda mikið.

Málið snýst um að þjónustan er auglýst ótakmörkuð, Það eru takmörk sem eru 20GB á 7 daga tímabili.
Það eitt að hafa takmörk á niðurhali segir sig sjálft að það er ekki lengur ótakmarkað.

Myrkvi (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 16:32

15 identicon

Hraðinn er auglýstur sem 12Mbit.
Gagnamagnið er auglýst sem ótakmarkað.

Með því að takmarka hraðann vísvitandi þá er Síminn að brjóta gegn þeim hraða sem þeir auglýsa.

Hvort sem þú túlkar þetta sem takmörkunin sé á hraðanum eða gagnamagninu þá er auglýsingin samt sem áður villandi.

Myrkvi (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 16:52

16 Smámynd: Guðni Gíslason

Undarleg umræða - Ef hraði er auglýstur ákveðinn og niðurhal ótakmarkað þá gildir það, auðvitað háð gæðum línu, fjarlægð osfrv. en það eru hrein vörusvik að takmarka hraðann með beinum aðgerðum. Eru einhver vandræði með bandvíddina til landsins?

Svona auglýsa menn bara ekki. Frítt er frítt - ótakmarkað er ótakmarkað - svo einfalt er það.

pabbakveðjur

Guðni Gíslason, 4.1.2008 kl. 17:31

17 identicon

Þá auglýsa menn klárlega EKKI að þeir séu að bjóða upp á ótakmarkaðann aðgang að henni.

Myrkvi (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 20:22

18 identicon

Já þetta er alveg frábært umræða. Ef af við ofurdownloadarar eru ekki sáttir við auglýsingarnar hjá Símanum hvað finnst ykkur um "ótakmarkaða" heimasímann hjá Hive?

 http://www.hive.is/internetthjonusta/skilmalar/simaskilmalar/

15. Hive símaþjónusta er eingöngu ætlaður til einka- og heimilisnota en ekki í atvinnuskyni. Ef notkunarmynstur gefur til að ætla að um misnotkun eða rangskráningu sé að ræða áskilur Hive sér rétt til að synja viðskiptavini um þjónustu.
  16. Hive er heimilt að synja aðila um fjarskiptaþjónustu ef synjunin er reist á viðskiptalegum forsendum eða viðskiptin teljast óhagkvæm.

Hvað ætli það þurfi marga klukkutíma á dag í GSM til þess að þessu viðskipti verði óhagkvæm fyrir Hive? Og þá bara slökkva þeir á heimasímanum þínum (eða hafa rétt til þess).

Það er náttúrulega alveg ljóst að það er ekki til neitt sem heitir ótakmarkað hvorki hér á landi né annarsstaðar. Það er alveg ljóst að allar internet veitur hér á landi erum með þak á niðurhali. Siminn, Vodafone og Hive.

Það sem Hive gerði á sínum tíma þegar það kom inn á markaðinn var að breyta honum þannig að erlent niðurhal sé ókeypis, ekki ótakmarkað. Það er aðalmálið!

Afleiðing af þessu er að gæðin á internetsamböndum hafa minnkað stórlega. Það sér sér enginn hag í því að stækka pipurnar til útlanda því að það koma ekki fleiri krónur í kassa þegar umferðin eykst. Eftir sitjum við með hægt net vegna þess að bólugrafnir unglingar eru að downloada einhverju drasli.

Dr. Evil (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 21:30

19 Smámynd: KG

Jæja Jón Bjarni minn, þú virðist nú vera með þetta allt á hreinu. Viltu ekki bara stofna þína eigin internetveitu þar sem þú getur ríkt yfir öllum þínum vv og selt þeim tengingar sem einungis virka á pappír en ekki í raunveruleikanum.

Gefum okkur að vv sé með tengingu sem hefur einungis 6GB erlent niðurhal innifalið í áskriftargjaldi en sækir svo 50GB á einni viku. Lítum fram hjá því að hann sé eitthvað fúll yfir því að þurfa að borga mörg þúsund krónur vegna þess að hann fór yfir 6GB...Ætti Síminn að takmarka notkun hans og minnka þar með gróða sinn á þessum notanda?

Sú ákvörðun Símans að setja mörkin við 20GB á viku er líka frekar hæpin. Hvernig fá þeir út þá tölu?

Sama hvað þú segir þá bíð ég spenntur því ég veit nú að Síminn hefur verið kærður til Fjarskiptastofnunar vegna auglýsinga sinna og hefur verið gert skylt að svara því hvers vegna þeir setji hraðatakmörkun á tengingar hjá fólki við þessi mörk.

KG, 6.1.2008 kl. 00:54

20 identicon

Síðast þegar ég vissi þá var Farice með heildarflutningsgetuna 720Gbit/s og Cantat-3 alveg heil 5Gbit/s.

Í fyrra voru víst rétt yfir 88 þúsund með áskrift að DSL tengingu, og ég sé ekki betur en að fyrirtæki séu inní þessarri tölu.

Það gera rétt yfir 8Mbit/s fyrir hverja tengingu, 2007 voru 44% DSL tenginganna yfir 2Mbit/s.

Nenni ekkert að lista heimildir, ég er á internetinu og allt sem ég skrifa er satt, og hana nú.

Haldið svo áfram að rífast.

Tóti (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband