Frétt sem missir marks

Þessi list er ekki tekinn saman sem listi yfir þær myndir sem sköruðu upp úr árið 2009 heldur var þetta listi yfir myndir sem taldar voru líklegar til vinsælda. Top 50 listi meira að segja. Finna má samskonar lista fyrir árið 2010

Ef betur er gáð þá er greinin sem Morgunblaðið vitnar í næstum ársgömul.

The 50 Biggest Movies of 2009
Our selection of the fifty most exciting blockbuster films for the year ahead

Klöppum fyrir rannsóknarvinnunni hjá MBL.is Wink


mbl.is Times: Harry Potter stærsta myndin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

testing

testing


Klessa klessist, klessan klesstist...

Það er hálf kjánalegt að lesa fréttir þessi misserin á vefritum fjölmiðlanna því það annað hvort virðist svo augljóst að apað sé beint eftir erlendum fréttaveitum eða blaðafólkið hreinlega kann ekki betri íslensku en svo að fréttirnar virðar vera unnar í starfskynningarviku grunnskólanna.

Það er þó síður en svo bara blaðagreinar sem þetta varðar, því sjónvarpsfréttaþulir eru líka með vitleysuna í kjaftinum.

 Dæmi (frétt úr kvöldfréttum RÚV þann 01.01.09)

"Það var um klukkan hálf-ellefu í morgun sem árásin var gerð í verslun 10-11 í Lágmúla í Reykjavík. Tveir menn áttu í orðaskaki við útidyrnar!"

Með svona frásögn þá þarf ekki að spyrja að því að auðvitað hlaut annar hvor að særast fyrst þeir voru í það annarlegu ástandi að standa í rifrildi við hurð.

Ég hvet fréttafólk til vanda betur frásagnir sínar.


mbl.is Árekstur skíðafólks í Austurríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar liggja mörkin eiginlega???

Nú er ekki langt síðan ökuníðingur var sviptur ökuleyfi í 4 ár og fangelsaður í 12 mánuði fyrir að valda dauða 2 einstaklinga þar á meðal 5 ára stúlku. Tekið var sérstaklega fram dómkvaðningu að maðurinn hefði verið tekinn 9 sinnum...NÍU sinnum!!! á 4 mánuðum fyrir of hraðan akstur og það eftir "slysið"

Núna vil ég sjá  Hæstaréttinn taka það mál upp aftur og þyngja refsinguna og leyfa manninum aldrei að snerta stjórntæki ökubifreiðar aftur því samræmi þarf að vera í refsidómum og þessi maður slapp auðveldlega að mínu mati.

 

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/05/30/12_manada_fangelsi_fyrir_manndrap_af_galeysi/


mbl.is 30 daga fangelsi og ævilöng ökuleyfissvipting
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umsókn...

Hvar sæki ég um að láta kjararáð sjá um mín launamál?? Sé bara ekki betur en að fólk sé best sett með "ráðið" í ráðunum þegar kemur að launamálum.

Berjast allavega með kjafti og klóm gegn öllum lækkunum. Erum við ekki bara búin að finna arftaka verkalýðsins í næstu kjarabaráttur...maður spyr sig.


mbl.is Kjararáð getur ekki lækkað launin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hendum náttúrunni í ruslið - INN MEÐ ÁLIÐ!!!

Til að mæta sívaxandi orkuþörf álveranna þá tel ég best að klára dæmið eitt skiptið fyrir öll.

Hendum upp kjarnorkuveri á Íslandi. Þá sleppa allar árnar og dalirnir við drullusvaðið sem annars biði þeirra. Best væri að finna staðsetningu sem er ekki of langt frá byggð svo ekki þyrfti að raska enn meiri náttúru undir tjörumengandi akvegi. Heiðmörk kæmi til greina þar sem það er þegar skógi vaxið og vel til þess fallið að fela kjarnkljúfakvikyndið. Stjórnvöld myndu þá spara aurinn og árin sem annars færu í uppgræðslu. Jú einhverjir myndu segja að mengun frá kjarnorkuverinu myndi drepa trén en HEY! erum við eitthvað að spá í framtíðina hér eða hvað? Leggjum þetta fyrir nefnd sem kemur saman á 2 ára fresti, gerum ráð fyrir að hún samþykki þetta athugasemdalaust (sem auðvitað hún myndi aldrei gera) og hefjum framkvæmdir strax. Þegar framkvæmdir eru komnar á það stig að ekki er aftur snúið þá segir nefndin okkur að þetta sé kolólöglegt en þar sem verkið er löngu hafið þá fáum við bara klapp á bakið.

Sumir segja að álvinnsla sé umhverfisvænust hér á landi. Borið saman við hverja? Ef við berum það saman við annan iðnað á Íslandi þá er þetta skaðvænlegasta iðngrein sem um getur með hliðsjón af öllum umhverfisspjöllunum sem hlutust vegna virkjana í beinum tengslum við hin og þessi álver.

Það er sífellt verið að tala um hversu mikið atvinnuboost þessi álver eru en ég vil meina að ef fólk legði jafnmikla vinnu og dugnað í að promota aðrar iðn/tækni/hugvitsgreinar þá gæti það komið upp fleiri stöðugildum og mikið meiri hagnað borið saman við álver.

Mér sárnar mest hversu mikið fólk keppist við að fá alltaf eins og náunginn. Reyðafjörður fékk álver, auðvitað er það þá sjálfsagt að Húsavík fái eitt líka og þar sem þeir vilja álver þá er það bara spursmál hvenær en ekki hvort Reykjanesbær fái sitt álver. Það er vaðið út í djúpulaugina og spurt svo eftirá hvort eigi að taka kút með sér.

****

Ég ætla ekki að sverja af mér staðreyndar/stafsetningarvillur eða á annan hátt pirra mig yfir athugasemdum tengdum þessu bloggi. Ég vil bara að fólk stoppi og skoði heildarmyndina.


mbl.is Bitist um stækkun í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Never argue with an idiot...

...They bring you down to their level and beat you with experience. 

Enn og aftur þá skilja menn ekki að umræðan snýst ekki um ólöglegt niðurhal þó það sé nú því miður mest áberandi lösturinn á netnotkun landsmanna. Hægt er að sækja gríðarmagn af efni á löglegan hátt og samt fara langt yfir "sýndarmörk" Símans og annarra þjónustuaðila.

Tökum sem dæmi:

Fríar Linux útgáfur - frá nokkrum mb upp í nokkur gígabæt
Demo af leikjum - nokkur hundruð mb upp í nokkur gígabæt
"Streaming" tónlist og video
Forritauppfærslur og margt fleira.

Það sem mér finnst sorglegast er hversu fastir menn eru í umræðunni að þetta séu allt stórþjófar og bandítar sem séu að skemma allt fyrir "hobbý" vafraranum með yfirgengilegu niðurhali. Það er líka fólk sem sækir mikið efni á fullkomlega löglegan hátt sem verið er að svína á. Þetta snýst ekki um ólöglegt niðurhal heldur að fyrirtæki auglýsi þjónustu sína rétt.
Það hlítur að vera erfitt að skilja en ef við segjum td að Sýn færi að takmarka sjónvarpsnotkun hjá áskrifendum sínum vegna þess að þeir væru búnir að horfa á 47 leiki á einum mánuði en það væru samt 50 leikur sýndir live þá yrði allt brjálað í boltalandi.

Þetta er beint framhald af umræðunni úr seinasta bloggi


Hvernig er Síminn að svína á viðskiptavini sína?

Það er ekki langt síðan ótakmarkað niðurhal leit dagsins ljós sem fríðindi í dýrustu adsl-áskriftum  símafyrirtækjanna. En erum við að fá það sem okkur er lofað? Ég var búinn að minnast á það hvernig Hive hagar sínum málum.

Það sem ég var hins vegar að komast að er að Síminn gjörsamlega valtar yfir sína viðskiptavini með fögur loforð um ótakmarkað niðurhal en svo kemur í ljós að það ef maður passar sig ekki þá er alveg eins gott að færa sig yfir á gamla góða módemið.

Hér fyrir neðan er útskrift af samtalið við starfsmann Símans, sem virðist einnig vera á þeirri skoðun að vinnuaðferðir Símans gætu hæglega hrakið viðskiptavini burt.

Dæmi:
Ef maður downloadar yfir 20GB á 7 daga tímabili setur Síminn mann í  "straff" þar til samtalan hefur farið undir 20GB. Ég setti slatta af gögnum í download á laugardaginn og er núna fastur á 64 Kbit útlandasambandi í 1 viku (tekur 2-3 minutur að opna heimasíður)

Þetta er frá Símanum...

(15:17:27) **starfsmaður símanns á msn ***:
20-25gb = 512kbit
25-50gb = 256kbit
50-75gb = 128kbit
75gb+    = 64kbit
(15:17:30) **starfsmaður símanns á msn **: WTF
(15:17:32) **starfsmaður símanns á msn **: :S
(15:17:35) **starfsmaður símanns á msn **: fávitar
(15:17:45) **punktur**: Hvar fékkstu að vita þetta?
(15:17:52) **starfsmaður símanns á msn **: fekk bara email
(15:17:59) **starfsmaður símanns á msn **: í vinnunni
(15:18:09) **starfsmaður símanns á msn **: mer var sagt að þetta væri bara 50GB+
(15:18:19) **starfsmaður símanns á msn **: nuna er þetta orðið 20GB+ :S
(15:19:13) **starfsmaður símanns á msn **: þeir eru greinilega að reyna að missa vv
(15:19:52) **starfsmaður símanns á msn **: Um er að ræða sjálfvirkt kerfi sem takmarkar utanlandsbandvídd stórnotenda. Kerfið mælir samtölu erlends  niðurhals síðustu 7 dagana og bregst við samkvæmt því.
Í fyrstu munu eingöngu þeir viðskiptavinir sem sækja meira en 20 GB á 7 dögum verða takmarkaðir. Samhliða því að bandvídd til útlanda er takmörkuð fær viðskiptavinur póst með upplýsingum um takmörkunina.
(15:20:46) **punktur**: ertu til í að forwarda mailinu á mig
(15:20:49) **punktur**: owned@siminn.is ?
(15:20:57) **starfsmaður símanns á msn **: nei
(15:20:59) **punktur**: jú
(15:21:03) **starfsmaður símanns á msn **: nei
(15:21:12) **starfsmaður símanns á msn **: má það ekkert
(15:21:24) **punktur**: jú
(15:21:26) **punktur**: sendu það'
(15:21:40) **starfsmaður símanns á msn **: nei
(15:21:43) **punktur***: víst
(15:21:46) **punktur**: segi ekkert að þetta sé frá þér
(15:21:56) **starfsmaður símanns á msn **: dont care
(15:22:07) **starfsmaður símanns á msn **: buinn að segja þér hevrnig þetta virkar

Ef þú ert hjá Símanum skora ég á þig að fara yfir til Vodafone eða Hive til að styðja samkeppni

 ***

Það er ótrúlegt hvernig viðbrögðin við þessu bloggi hafa verið. Óumflýjanlega þá mætast stálin stinn þegar menn "rökræða" um svona mál. Ég vildi bara koma á framfæri smá sjónarmiði sem oft týnist í umræðunni um niðurhal íslendinga.

Hverjir voru það sem buðu fólki tengingar með kjörum eins og "frítt niðurhal" eða "ÓTAKMARKAÐ niðurhal"? Hverjir hafa hvatt íslendinga áfram með óbeinum hætti að sækja eins mikið efni og þeim sýnist? Það eru fyrirtækin sem bjóða upp á þessar þjónustur. Skiljanlega eru fyrirtækin spæld yfir því að íslendingar noti netið svona mikið. Þau raka inn peningum og finnast  það súrt. Í alvöru talað.

Einhver vék umræðunni að utanlandsgáttinni yfir FARICE sæstrenginn. Hversu mikinn kostnað fyrirtækin sem aðgang hafa að strengnum þyrftu að taka á sig. Í grein sem ég gluggaði í um daginn  kom fram að FARICE þyrfti bara að skila ákveðnum tekjum til að standa straum af kostnaði. Ef tekjur ykjust þá myndu þeir lækka gjöldin. Þannig skildi ég allavega greinina.

Gleðilegt nýtt ár! 

 


Hive, HIVE, hive eða bara " "?

Já ég er með nettengingu hjá Hive. Var búið að vera fínt hingað til. Man reyndar ekki hvað ég er búinn að vera með hana lengi en það er eflaust að slaga í 2 ár núna. Aldrei hef ég verið eins óánægður með þjónustuna hjá þeim og akkúrat þessa dagana. Þetta byrjaði nú allt hjá mér þegar ég gerðist svo sparsamur að skipta úr venjulegum síma yfir í heimasíma frá Hive. Það ævintýri tók 5 vikur að gerjast þangað til menn voru sáttir með nýja búnaðinn og virknina í símanum. Þá fór að bera á öðru og enn meira vandamáli. Nethraðinn fór minnkandi og nú er svo komið að á kvöldin þá er dl hraðinn einungis 70kb/s yfir NNTP protocol þegar hann var venjulega 1200kb/s. Það þekkja það allir nú til dags að þegar nýju sjónvarpsþátturinn þinn er kominn á netið þá geturu stólað á það að horfa á hann með mestalagi 30 mín fyrirvara. Að bíða í 30 klukkutíma er bara hreint út sagt ÖMURLEGT. Ég hef talað við Hive út af þessu og í fyrstu þá vildu þeir ekki meina að neitt væri að hjá þeim. Svo þegar ég heyrði af þessu sama vandamáli hjá félaga mínum og fór að prófa mig áfram með hluti þá komst ég að því að Hive er að skrúfa hraðann niður í ekki neitt vísvitandi. Semsagt skerða þá þjónustu sem fólk er að borga fyrir. Ég er orðinn svo fúll yfir þessu og varð "stíma" svolítið. Hef talað við þá aftur og þeir viðurkenna að þeir séu í vandræðum með utanlandsbandbreiddina sína og því skerða þeir alla traffík sem heitir ekki HTTP eða netleikir á háannatíma. Semsagt 75% af sólarhringnum. DRULLIST TIL AÐ KOMA YKKUR Á FARICE NÍSKU ANDSKOTARNIR YKKAR!!!!!!!Angry Það ótrúlega er að í gærkvöldi þegar ég talaði við þjónustuverið hjá þeim þá sagði drengurinn sem ég ræddi við einmitt ekki geta mælt með Hive við neinn mann vegna þess hve netið er búið að vera lélegt hjá þeim undanfarið. Þetta voru hans orð, ekki mín. Þegar starfsmaður fyrirtækis getur ekki mælt með þjónustu eigins fyrirtækis þá er einungis um tvennt að ræða. Hann fær ekki nógu mikið í laun eða þjónustan er bara virkilega svona slæm.

Læt þetta vera nóg í bili  GetLost


Til hamingju með 50 árin!

Það er nú aldeilis búið að vera viðburðaríkur dagur. Ég vaknaði upp úr kl 9 í morgun en þá vaknaði einmitt litla stelpan mín líka. Það var nú samt frekar seint fyrir hana. Hún er vön að vakna upp úr kl 7 en í gærkvöldi þá fór ég að sofa tæplega 2 eftir að hafa spilað Portal í einhvern tíma með Gísla bróðir. Emelía var þá kominn fram og vildi hún bara fara að leika í nýja eldhúsinu sínu. Það var ekki auðvelt að koma henni í rúmið en það gekk samt á endanum. Semsagt í dag var barnaafmæli hjá Hafdísi Ernu frænku og svo fimmtugsafmæli hjá pabba gamla. Ég er reyndar lentur núna í ágætum samræðum með Gísla, Rósu og Níelsi frænda svo ég ætla að klára þetta blog seinna....já Níels frændi kom seinast í heimsókn fyrir 14 árum síðan.SURPRISE!!!!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband