Hvernig er Síminn að svína á viðskiptavini sína?

Það er ekki langt síðan ótakmarkað niðurhal leit dagsins ljós sem fríðindi í dýrustu adsl-áskriftum  símafyrirtækjanna. En erum við að fá það sem okkur er lofað? Ég var búinn að minnast á það hvernig Hive hagar sínum málum.

Það sem ég var hins vegar að komast að er að Síminn gjörsamlega valtar yfir sína viðskiptavini með fögur loforð um ótakmarkað niðurhal en svo kemur í ljós að það ef maður passar sig ekki þá er alveg eins gott að færa sig yfir á gamla góða módemið.

Hér fyrir neðan er útskrift af samtalið við starfsmann Símans, sem virðist einnig vera á þeirri skoðun að vinnuaðferðir Símans gætu hæglega hrakið viðskiptavini burt.

Dæmi:
Ef maður downloadar yfir 20GB á 7 daga tímabili setur Síminn mann í  "straff" þar til samtalan hefur farið undir 20GB. Ég setti slatta af gögnum í download á laugardaginn og er núna fastur á 64 Kbit útlandasambandi í 1 viku (tekur 2-3 minutur að opna heimasíður)

Þetta er frá Símanum...

(15:17:27) **starfsmaður símanns á msn ***:
20-25gb = 512kbit
25-50gb = 256kbit
50-75gb = 128kbit
75gb+    = 64kbit
(15:17:30) **starfsmaður símanns á msn **: WTF
(15:17:32) **starfsmaður símanns á msn **: :S
(15:17:35) **starfsmaður símanns á msn **: fávitar
(15:17:45) **punktur**: Hvar fékkstu að vita þetta?
(15:17:52) **starfsmaður símanns á msn **: fekk bara email
(15:17:59) **starfsmaður símanns á msn **: í vinnunni
(15:18:09) **starfsmaður símanns á msn **: mer var sagt að þetta væri bara 50GB+
(15:18:19) **starfsmaður símanns á msn **: nuna er þetta orðið 20GB+ :S
(15:19:13) **starfsmaður símanns á msn **: þeir eru greinilega að reyna að missa vv
(15:19:52) **starfsmaður símanns á msn **: Um er að ræða sjálfvirkt kerfi sem takmarkar utanlandsbandvídd stórnotenda. Kerfið mælir samtölu erlends  niðurhals síðustu 7 dagana og bregst við samkvæmt því.
Í fyrstu munu eingöngu þeir viðskiptavinir sem sækja meira en 20 GB á 7 dögum verða takmarkaðir. Samhliða því að bandvídd til útlanda er takmörkuð fær viðskiptavinur póst með upplýsingum um takmörkunina.
(15:20:46) **punktur**: ertu til í að forwarda mailinu á mig
(15:20:49) **punktur**: owned@siminn.is ?
(15:20:57) **starfsmaður símanns á msn **: nei
(15:20:59) **punktur**: jú
(15:21:03) **starfsmaður símanns á msn **: nei
(15:21:12) **starfsmaður símanns á msn **: má það ekkert
(15:21:24) **punktur**: jú
(15:21:26) **punktur**: sendu það'
(15:21:40) **starfsmaður símanns á msn **: nei
(15:21:43) **punktur***: víst
(15:21:46) **punktur**: segi ekkert að þetta sé frá þér
(15:21:56) **starfsmaður símanns á msn **: dont care
(15:22:07) **starfsmaður símanns á msn **: buinn að segja þér hevrnig þetta virkar

Ef þú ert hjá Símanum skora ég á þig að fara yfir til Vodafone eða Hive til að styðja samkeppni

 ***

Það er ótrúlegt hvernig viðbrögðin við þessu bloggi hafa verið. Óumflýjanlega þá mætast stálin stinn þegar menn "rökræða" um svona mál. Ég vildi bara koma á framfæri smá sjónarmiði sem oft týnist í umræðunni um niðurhal íslendinga.

Hverjir voru það sem buðu fólki tengingar með kjörum eins og "frítt niðurhal" eða "ÓTAKMARKAÐ niðurhal"? Hverjir hafa hvatt íslendinga áfram með óbeinum hætti að sækja eins mikið efni og þeim sýnist? Það eru fyrirtækin sem bjóða upp á þessar þjónustur. Skiljanlega eru fyrirtækin spæld yfir því að íslendingar noti netið svona mikið. Þau raka inn peningum og finnast  það súrt. Í alvöru talað.

Einhver vék umræðunni að utanlandsgáttinni yfir FARICE sæstrenginn. Hversu mikinn kostnað fyrirtækin sem aðgang hafa að strengnum þyrftu að taka á sig. Í grein sem ég gluggaði í um daginn  kom fram að FARICE þyrfti bara að skila ákveðnum tekjum til að standa straum af kostnaði. Ef tekjur ykjust þá myndu þeir lækka gjöldin. Þannig skildi ég allavega greinina.

Gleðilegt nýtt ár! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég lenti í svona flöskuhálsi um daginn, hringdi til að segja að hraðinn minn hefði snarlækkað og eina svarið sem ég fékk var "uuu.. þú ert líklega langt frá símstöð".

Hvað hélt helvítis maðurinn? Að ég hefði fært húsið mitt og væri þess vegna að hringja? Hálfvitar. 

Styrmir Barkarson (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 02:08

2 identicon

Það má rekja þetta til smáís, eftir að þeir létu loka torrent.is þá hafa torrentnotendur(sem nota alltaf meirihluta alls netshraða) þurft að downloada frá útlöndum þar sem það er enginn almennileg íslensk torrentsíða komin.

 <=>Þannig að.. utanlandshraði fer til helvítis 

 <=>Allt smáís að kenna

 <=>Smáís = the devil

Kristján (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 02:19

3 identicon

Sko, Vikingbay er nú alveg góður grunnur sem íslenskt download sko. Þurfum ekkert erlent meira en venjulega.

 En fögnum því að nýr sæstrengur komi á næsta ári.

Jóinn (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 03:06

4 identicon

Sæll væriru nokkuð til í að grenslast fyrir um þetta hjá ogvodafone hef heyrt um það að þér séu að selja fólki 12 mgb tengingu en og rukka fyrir það en láta þau síðan bara fá 8 og síðan fattar þú bara ekki neitt nema maður sé einhver tölvugúru eða e-ð þannig að maður geti ekki fundið út úr þessu sjálfur, en ég hef lent í því hjá mér að til að byrja með vorum við með æðislega tengingu og bara allt frábært en því eldri sem við urðum sem viðskiptavinir því lélegri varð tengingin og þetta var alltaf bara eitthvað viku vandamál en síðan í vikunni á eftir þá var tenginin orðin enn þá verri mér finnst þetta eitthvað gruggut og það var farið að hægja á þessu löngu áður en istorrent var lagt niður grunar að þetta sé eitthvað líkt því sem Hive er að gera ... :S

mikið rosalega væri gott að fá sím-og netfyrirtæki til íslands sem eru ekki hræsnarar að reyna að peningaplokka fólk heldur fólk sem leggur uppúr góðri og heiðarlegri þjónustu og vinnur þannig inn fyrir peningunum sínum! mér finnst fyrirtækin í rauninni ekki gera neitt nema stela af okkur á rosalega "fínan og dannaðan" hátt!! 

Tinna (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 03:25

5 identicon

Vodafone eru engu skárri, ef þú ferð yfir 80gb á mánuði, þá færðu "hótunarbréf" frá þeim og eftir að hafa talað við þá í þjónustuverinu hjá þeim, þá sögðu þeir að ef að þetta myndi gerast tvisvar í viðbót, þá myndu þeir loka á tenginguna hjá mér.

Mér finnst þetta frekar kaldar kveðjur frá þeim en þetta stendur víst í notendaskilmálunum hjá þeim. Spurning hversu löglegt þetta sé samt að auglýsa ótakmarkað niðurhal þegar það er það augljóslega ekki.

Vodafone eru engu skárri við að cappa torrent, það fer aldrei yfir 4kb/s frá einstaka peer, nema á milli 2 og 9 um næturnar, suma daga.

Látum þetta ekki yfir okkur ganga!! Kúkum á kerfið!! 

Guðni (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 11:31

6 identicon

ég elska þessa umræðu

15 ára bólugrafnir nördar, alveg brjálaðir yfir því að mega ekki sækja ólöglegt efni á netið !!! :) yndislegt

en í alvörunni þá stendur í skilmálum Hive, Vodafone og Símans að vissulega sé ótakmarkað niðurhal innifalið í þessum tengingum en að viðkomandi fyrirtæki áskilji sér rétt til að bregðast við því séu notendur að skerða þjónustu annarra

mér finnst þetta mjög sanngjarnt, því ekki vil ég að netið hjá mér sé skíthægt bara svo þið fáið auka 20Kb/sek á erlenda klámniðurhalið ykkar

ég t.d. sæki minn skerf af ýmsu, en að sækja 100GB plús á mánuði....... hvað í andskotanum eruð þið að horfa á ?

Hörður (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 11:46

7 identicon

Ég er ekki 15 ára bólugrafinn njörður... 25 ára verkfræðinemi og ég skil þessa umræðu. Síminn er búinn að vera að svína á fólki lengi, og er þetta eflaust bara eitt atriði af mörgum.... enda hef ég aldrei verið hjá símanum.

Ég reikna með því að þeir geri það sem þeir geti til að svína á fólki áfram, allavega þangað til búið verður að setja fyrirtækið á markað (hlutavæða það) árið 2008... Grunar að þeir séu að fita &#39;the bottom line&#39; upp þannig að þeir fái eins gott verð og þeir geti í IPO-inu... (initial public offering...)

Svo langar mig til að benda á að það er löglegt fyrirtæki sem heitir Veoh sem leifir fólki að horfa á bíómyndir ókeypis á netinu og því fylgir mikil netnotkun...

(Veoh, Joost og fleiri bjóða upp á ókeypis netsjónvarp...)

.... (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 12:27

8 identicon

HVER ANDSKOTINN...

MAÐUR ÞARF AÐ FARA AÐ SKOÐA ÞETTA. ÉG ER BÚINN AÐ HAFA STÆRSTU TENGINGUNA HJÁ SÍMANUM Í ÞÓNOKKURN TÍMA OG FINNST HÚN NÚ BARA EKKI SVO HRÖÐ, KEM HEIM TIL ANNARA SEM HAFA MIKLU HRAÐARA NET STUNDUM OG "MINNI TENGINGU".
HEF HEYRT AÐ ÞAÐ SÉ HÆGT AÐ FÁ SÉR GERFIHNATTA TENGINGAR, ER BARA EKKI ALVEG VISS HVERNIG MAÐUR NÁLGAST ÞÆR. EN ÞEKKI HELD ÉG NOKKRA SEM HAFA SVOLEIÐIS, BEST AÐ FARA AÐ SPYRJAST FYRIR.

OG HR.HÖRÐUR...ÉG GET SAGT ÞÉR ÞAÐ AÐ ÞAÐ ERU EKKI BARA 15 ÁRA NÖRRAR Á ÞESSU.ÉG ER T.D. 30ÁRA OG EF AÐ ÞÚ MUNDIR SJÁ MIG Á FÖRNUM VEGI ÞÁ KALLAÐIR ÞÚ MIG EKKI NÖRD, ÞVÍ GET ÉG LOFAÐ ÞÉR. OG ÉG HEF MJÖG GÓÐA MENNTUN OG ER ENN AÐ MENNTA MIG. ÞANNIG AÐ ÞÚ SKALT FARA HÆGT Í AÐ KALLA MENN "15 ára bólugrafnir nördar".

P.S. 100GB ER EKKI SVO MIKIÐ....

Stefán (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 12:36

9 identicon

Held að Stefán sé með Georgs Bjarnfreðars heilkennið, ég er með 5 háskólapóf. Er á vinnustað þar sem afkoma okkar byggist á því að hægt sé að vinna yfir þessa blessuðu strengi okkar út úr landinu og það er ekkert meira pirrandi en að fá ömurlegan hraða vitandi það að ástæaðan fyrir því er að það eru allir að downloada "porni" á torren. Það er rétt að þetta versnaði mjögggg við það að torrent.is var lokað. Ennn verð að segja að þeir sem eru að downloada meira en 10 GB á viku og eru með einhverja heimaadsltengingu og borga max 6000 ættu ekki að fá nema max 28.8kbps.

Sigurður (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 13:13

10 identicon

Þetta er bara ekki svona einfallt, við búum á litlu skeri og það sem við verðum að horfast í augu við að kostnaður við nettengingar er töluvert meiri en t.d. á meginlandinu.

Ef ég man rétt, þá kostar 155Mbps samband á farice um 100miljónir á ári. Þjónustan er mjög dýr hér. ISParnir verða annahvort að láta okkur borga þá fyrir raun-kostnað og þá hækka verðið töluvert eða nota svona aðferðir. Þeir eru í dag að notast við forgangsröðun á umferð, þ.e. "venjuleg" umferð fær hærri forgang en t.d. torrent.

Málið er að notendur vilja ekki borga fyrir content og nota torrent, svo vilja þeir heldur ekki borga fyrir nettenginguna. Raunveruleikinn er bara ekki svona.

Einhverstaðar verður þetta að enda!, Ég kvartaði við símann um þessa forgangsröðun, þeir sögu bara "villtu spila WoW??" Ef þeir hætta þessu þá kaffærir torrent tenginginguna. Og þeir sem hafa sig fremst í þessu vilja heldur ekki borga fyrir hana.

Farið til Hive, endilega þá hafa það bara allir skítt þar og við hjá símanum aðeins betur.

Benedikt Sveinsson (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 16:07

11 identicon

ÆI vá hvað þetta er gott á ykkur download hórurnar...(sama hvort þið eruð 15 ára bólugrafnir nordar eða þrítugir töffarar)...ÁFRAM SÍMINN! :)

Kalli (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 16:16

12 identicon

Eins og ég skil það, þá eiga  voda/síminn og svo ríkið hut í e-farice, sem á svo hlut í Farice. Ég heyrði að verðskráin sé þannig að þeir borgi í réttu hlutfalli við kostnað. Þannig kostnaður við að reka strenginn væri 1Miljaður á ári, og þeir ættu 33% hver kostaði hver 1Mbps tenging 333Milj per ár, svo ef eigendur auka bandvídd þá borga þeir bara miðað við hlutfallið annars tvöfallt. Þannig borgar sig ekki fyrir eigendurnar að stækka tengingar nema allir á sama tíma. Sem er auðvitað hamlandi fyrir Símafyrirtækin og notendur þeirra.

 Lausnin væri að ríkið ætti stærri hlut í stengnum og ja, það má auðvitað ekki nota það orð, niðurgreiddi kostnað.

 Correct me if I&#39;m wrong.

Benedikt Sveinsson (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 16:42

13 identicon

sammála skora á ykkur var að skoða verðskrár á netinu og eikkað var að skipta í síman fá mér nytt nr og eikkað og flest oll þjónustan sem þeir bjóða uppa virkar ekki hja mér og eina sem er sagt er bara æjæj og kerfisbilun :S ekkert vesen hja vodafone ég OG kærasti minn og margir sem ég þekki ætlum að skipta í nákominni framtíð

kolbrún (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 18:18

14 identicon

ég hata þjónustuna hjá þeim sambandi við gsm síma og tala af minni eigin reynslu ef síminn bætir sig ekki í þessum blessuðu loforðum þá vona ég að þeir missi alla viðskipta vini sina orðin frekar pirruð á þessum drasl þjónustum

kolbrún (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 18:21

15 identicon

Má ég benda fólki á að vandamálið er að Símnet er að selja þjónustu sem á að vera "Ótakmörkuð" en er það allst ekki, ég þekki nokkra einstaklinga sem hafa farið yfir þessi 20gb/viku og hafa verið

lækkaðir í hraða. Það eru síðan aðrir sem hafa sterka skoðun á þessu máli en vita samt ekki um hvað málið snýst, menn eru að dl þáttum það er mjög vinsælt að ná sér í uppáhalds þættina sína

um leið og þeir koma í sjónvarpið ( þá í USA eða Evrópu ) því það líður oftast þó nokkur tími þar til þetta kemur í Íslenskt sjónvarp.

Berum þetta samt saman við bílaleigu svona upp á grínið, " Komdu á leigðu hjá okkur bíl með ótakmörkuðum akstri, þarft ekki að greiða neitt umfram " en síðan þegar á hólmin er komið

þá mátti bara keyra 20km vegna þess að allt umfram 20km þá værir þú farinn að trufla umferðarmenningu á Íslandi.

Og það besta er að það eru ákveðnir álags tímar á netinu og þeir spá ekkert í það hvort maður er að dl á næturnar þegar ekkert álag er eða á kvöldin þegar mesta álagið er.

Þannig að ef ég fer yfir 20gb/viku þá er tengingin mín lækkuð vegna þess að ég væri að hafa áhrif á nettengingu annara notenda.

Ég hef þurft að passa mig til að fara ekki yfir þessi mörk og það er frekar einfalt að fara yfir þetta ef maður er á góðum síðum , ég er ekki á torrent en greiði fyrir notkun á síðu

sem ég dl frá ótakmarkað (já Alvöru ótakmarkað) sem er samt 20gb/viku vegna takmörkunar símanns en þarf ekki að uploda neitt sem er mjög gott fyrir bandvíddina mína því

þá get ég verið að dl á 1.500kb/sec án þess að netið hjá mér laggi.

Niðurstaðan er þessi , ekki auglýsa ótakmörkun þegar hún er greinilega til staðar því það mun bara ergja viðskiptavini , einnig endilega halda skoðunum út á fyrir sig fyrir þá einstaklinga

sem hafa ekki hugmynd um hvað málið snýst.

Takk fyrir mig.

Birgir (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 18:23

16 identicon

Vodafone for life

Guðmundur (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 18:36

17 identicon

haha feitur séns að ég fari frá símanum! Búinn að prófa hive og búinn að prófa WTF og búinn að prófa BT/sko net.

hive og WTF voru ekkert nema endalausar hótanir um að siga lögfræðign á mig vegna þess að ég borgaði aldrei reikningana... Það var abra afþví að þeir voru fávitar og voru ekki að gera það eins og um var samið!

bt/skonet... aldrei góður hraði...

síminn... alltaf gott niðurhal og þjónusta. Aldrei Vesen! og aldrei bregst það að rukkunin fer beint í bankann hjá mér og ég þarf ekkert að hugsa útí það að borga reikninginn! 

Haraldur (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 20:52

18 identicon

það sem mér fannst súrast við að hraðinn minn var köttaður í ca viku var að ég hafði downloadað rúmlega gígabæti til að triggera þessa refsingu þeirra. Stýrði meira að segja álaginu og downloadaði bara á nóttunni. Viðbrögðin þeirra voru ekki kúl.

Styrmir Barkarson (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 22:08

19 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Frítt niðurhal þýður frítt niðurhal.. ég er búinn að kvarta við símann tugum sinnum yfir sl 3 ár eða síðan ég kom í gulagið frá skandinavíu þar sem ég nota bene hafði raunverulegt frítt niðurhal. við erum teknir í þurrt og gauðrifið rassgatið á flestum sviðum hér til lands og er síminn, ogvodafone og hive í þeim hópi.

Óskar Þorkelsson, 1.1.2008 kl. 01:08

20 Smámynd: Ævar Eiður

Ég er búinn að eyða mjög mörgum tímum í það að tala við snillingana í 8007000 vegna þess að 12mb tengingin mín sem ég borga fullt af peningum fyrir er ekki 12mb og hefur sennilega aldrei verið. Ég er með sjónvarp í gegnum adsl, borga amk fyrir það en hef lítið getað notað það síðustu tvo mánuði, það tók mig sem dæmi um það bil 3mín. að opna þessa síðu.

Ég er alltaf rukkaður 100% og rúmlega það stundum en fæ ekki nema á að giska 20% þjónustu. Hef verið að velta því fyrir mér að kæra símann fyrir vörusvik og skora á sem flesta að gera það líka, veit að þetta er vandamál víða og við eigum ekki að láta koma svona fram við okkur.

Mæli með því að þið sendið þennann link á póstlistann ykkar http://punktur.blog.is/blog/punktur/entry/402624/ og látið fólk vita af því þetta fyrirtæki svíkur og lýgur í viðskiptavini sína.

Ævar Eiður, 1.1.2008 kl. 01:22

21 identicon

Óskar.. ertu að segja að það sé frekja í mér að vilja fá ótakmarkað niðurhal fyrir þessa ótakmörkuðu tengingu sem ég er að greiða fyrir? 

 Vitið þið að ef þú nærð í eitthvað á netinu á 240kb/s í einn sólahring þá ertu kominn upp í 20gb.. á einum degi!! og hvað? á ég að vera í takmörkun í næstu 6 daga því ég var svo djarfur að nota 1/5 af tengingunni minni í einn dag?

Eyþor (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 06:30

22 identicon

Og já.. ef þú ert að borga jafnmikið fyrir netið og ég en ert samt bara að nota 3-4gb á mánuði þá léstu plata þig í vitlausan pakka hjá internetveitunni þinni.

Eyþor (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 06:34

23 identicon

Maður getur líkt þessu við hlaðborð á veitingastað. Það yrði eflaust eitthvað sagt ef þú ætir upp allt hlaðborðið og enginn annar fengi að njóta þessi. Ásamt því að þú tækir með þér ruslapoka til að taka með þér nesti heim.

Ég efast um að eðlileg notkun sé 100+ GB

denni (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 15:39

24 identicon

stóra og feita letrið segir ótakmarkað en smáa letrið segir takmarkað. þannig að ég get ekki séð annað en þetta séu vörusvik. og viðgengst að virðist allsstaðar. t.d. ef þú kaupir sérstaka farangurstryggingu hjá sjóvá og týnir tösku í flugstöð leifs eiríkssonar við heimkomu þá segir sjóvá að ferðalagið sé búið og engar bætur.

ingolfur (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 16:01

25 identicon

ef þú borgar fyrir ótakmarkaðann mat á hlaðborði þá áttu að fá það sem þú borgar fyrir. það er þá bara eitthvað að þjónustunni annars.

hvernig getið þið varið þessi fyrirtæki sem sífellt eru að fara illa með neytendur.

endalaus samráð allstaðar.

ingólfur (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 16:05

26 identicon

Það er staðreynd að 5% netnotenda nota 95% af allri umferð.

Ég nota netið mjög mikið og ég sæki mína þætti í hverri viku (um 6 - 8 þættir c.a.) svo sæki ég einstaka bíómyndir.(ég kaupi það sem er ekki sorp)

Ég nota á bilinu 20 - 25gb á mánuði ... það er enginn að fara að segja mér að 100+ gb sé eðlileg notkun.

Ég er sáttur við þessa takmörkun enda kemur það í veg fyrir að aðrir trufli mína netnotkun ... Kominn tími til að sýna þessum ofursækjurum að þeir komast ekki upp með þessa ofurnotkun á venjulegu verði :)

Það ætti að bjóða þessum ofur-downloaders  dýrari tengingar og fá þá enn meira til að geta stemmað stigu við rosaleg verð á utanlandsgáttum.

Og Ingólfur hér fyrir ofan mig sem talar um endalaus samráð allsstaðar að þá er hægara sagt en gert að kaupa fleiri tengingar á sæstrengina og því verða þessi fyrirtæki að kaupa á svipuðum tímum til að geta fengið betri verð ... þetta er ástand sem við búum við hér á landi af því að við erum á eyju :) 

Óli (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 17:47

27 identicon

Varðandi gagnamagn.

 Ég horfi á 1 kvikmynd að meðaltali á dag. Mér finnst fullt mikið að sækja myndir í HD þó svo búnaðurinn minn bjóði upp á það, svo ég horfi frekar á DVD.
1 DVD mynd á dag eru um 150 GB á mánuði.
Í gærkvöldi horfi ég á 3 myndir, það voru 15 GB. ( Nánast búinn að sprengja "Viku" kvótann á einum degi ).

Ég vil nefna enn og aftur, þetta mál snýst um auglýst ÓTAKMARKAÐ gagnamagn.
Ef tölvukerfin sem þjónustan er byggð á gegnum getur ekki annað öllum notendum á sama tíma þá telst þjónustan gölluð.

Ég var takmarkaður niður í ónothæfa tengingu daginn sem þetta kerfi fór í gagn hjá Símanum. 

Eftir að hafa flutt mig yfir til HIVE hefur allt verið í tipp topp standi. 

Myrkvi (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 18:06

28 identicon

20gb á viku? wtf

ein HD-DVD mynd fer yfir 20gb.

ble (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 18:11

29 identicon

Þið verðið að átta ykkur á að það er ekki hægt að hafa ólöglegt niðurhal á media/hugbúnaði og fleiru sem rök fyrir því af hverju þið eruð óánægðir með þetta :)

Þetta er svona svipað og að segjast vera óánægður með reykingarbannið af því að þér finnst gott að fá þér jónu með kaffinu eða álíka. 

Óli (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 19:49

30 identicon

Það var link í þessa síðu frá http://b2.is/?sida=tengill&id=268876

B2.is hafa eytt út þessum link.
Ætli það hafi verið að beiðni Símanns?

 Ég skora á forsvarsmenn www.69.is að gera ekki sömu mistök þar sem það er mikilvægt að stuðla að umræðu um þetta málefni.

Myrkvi (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 19:56

31 identicon

Jón Bjarni þetta snýst ekki um óhóflega niðurhalið heldur auglýstar "ótakmarkaðar tengingar".
Það er ekkert ólöglegt við að sækja kvikmyndir af netinu svo hættu að stimpla okkur glæpamenn.

Ég er á móti því að umferð sé forgangsröðuð bara af því að GÆÐGI símfyrirtækjanna er svo mikil að þeir selji svo mörgum aðgang að netinu að þeir geti ekki þjónustað alla jafn vel.

Hugmyndamótel þeirra er einfalt:
Seljum eins mörgum og við getum 12Mbit internet tengingar.
Auglýsum ótakmarkað niðurhal, ef eitthver ætlar að nýta sér það setjum við hann í straff.
Yfirseljum kerfin okkar án þess að stækka útlandalinkinn í samræmi við notendafjölda.

Þú dregur þær ályktanir að HIVE .... hvaðan koma þessar getgátur?
HIVE eru IPF ( IP Fjarskipti ) og þeir þjóna stóra aðila ( Netþjónustur ofl )

Ég fékk það staðfest að b2.is fengu email frá starfsmanni símanns, beiðni um að fjarlægja link á þessa síðu frá b2.is

Það er kominn linkur inn á www.69.is

Myrkvi (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 21:03

32 identicon

Ennfremur vill ég benda á að forgangsröðun á nettraffík krefst þess að öll nettraffík þín sé SKOÐUÐ af tölvuforriti í rauntíma.

Myrkvi (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 21:09

33 identicon

Leiðinda vinnubrögð hjá þessu liði :/ .. Segja eitt en svo þegar upp er staðið þá er sú þjónusta sem maður fær ekkert svo ótakmörkuð!

 Finnst að neytendasamtökin ættu að kynna sér þetta mál aðeins, þar sem þetta eru villandi auglýsingar sem fyrirtækin nota þegar þau segja ótakmarkað .. Þau mættu alveg segja bara hvernig í pottinn er búið .. Upp að 20GB ertu seif, en ef þú ferð yfir það þá skerum við línuna og þú ert netlaus..

Pétur Bjarni (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 00:06

34 identicon

Óskar, hefur þér ekki dottið í hug að netveitan þín getur ekki annað þér vegna þess að þeir hafa selt of mörgum ótakmarkaðann aðgang að kerfunum sínum?

Hvernig fittar fjölskyldu myndin inn í þetta? EF ég fer með fjölskylduna mína á hlaðborð á ég bara að fá 2x á diskinn minn því meðalhæð er 180cm/65kg en ekki 195cm/100kg ?
Eigum við ekki að tvírukka alla vaxtarræktarmenn sem fara í hádegishlaðborð hjá Matstofunni, Pizza hut etc.. því þeir stuðla að háu verðu á matvælum? 

 Þessi rök hjá þér eru út í hött!

Myrkvi (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 00:37

35 identicon

"Það er ekkert ólöglegt við að sækja kvikmyndir af netinu svo hættu að stimpla okkur glæpamenn."

Jú það er ólöglegt að sækja höfundarvarið efni og það er tekið skýrt fram í höfundarréttarlögum.

Óli (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 01:41

36 identicon

Jón Bjarni og Óli, eftir að hafa lesið Höfundalög ( http://www.althingi.is/lagas/134/1972073.html ) þá er skilningur minn að samkvæmt 11. grein þá er löglegt að búa til afrit af tónlist og myndverkum til einkanota,enda eru gjöld tekin af geymslumiðlum eins og spólum, geisladiskum og "iPod&#39;s" og greidd til smáís að mig minnir. Það má hinsvegar segja að niðurhal bíómynda og tónlistar eru ósiðleg og með notkun torrenta þá seturu þig líka í hlutverk dreyfingar aðila sem er ólöglegt.

Ég get ekki séð að símin er að svíkja fólk þar sem snöggt innlit á síðuna þeirra þar sem þessum internet pökkum er lýst er skýrt tekið fram að ótakmarkað niðurhal er háð skilmálum um notkun, hjá vodafone þarf að líta sérstaklega á skilmálana til að fá upplýsingar um takmarkanir.

Elfar Ingvarsson (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 08:17

37 Smámynd: KG

Hér að neðan eru nokkrir liðir úr skilmálum Símans. Hvernig þeir lesa úr þessu að 20GB niðurhal á viku sé nóg til þess að refsa þurfi notendum næ ég ekki.
Ég tel allavega réttast í ljósi greinar 7.4 að þeir uppfærðu skilmálana hjá sér ef þetta eigi að vera hluti af þjónustunni. Einnig ættu þeir að breyta pakkatilboðum sínum og auglýsa "80GB erlent niðurhal á mánuði" í stað "Ótakmarkað niðurhal" Rétt skal vera rétt!

4.1 Óheimilt er að nota tengingu við ADSL-kerfið til að trufla eða skerða samskipti, tengingar annarra, valda álagi á fjarskiptakerfi Símans, eða að hafa á nokkurn hátt áhrif á notkun annarra viðskiptavina Símans.

4.4 Ef í ljós kemur að notandi misnotar búnað eða þjónustu Símans, eða gerir öðrum aðilum það kleift með ásetningi eða gáleysi sínu, hefur Síminn fulla heimild til að synja honum um þjónustu um stundarsakir eða til frambúðar.

7.4 Síminn áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum. Breytingar verða kynntar notendum skriflega með eins mánaðar fyrirvara.

7.5 Síminn áskilur sér rétt til að ákvarða hvort tiltekin samskipti eða athafnir teljast brjóta í bága við þessar reglur.

7.6 Rísi ágreiningur um túlkun og skýringu á skilmálum þessum er heimilt að höfða mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

http://www.siminn.is/servlet/file/Skilmalar_Sjonvarp_ADSL.pdf?ITEM_ENT_ID=27877&COLLSPEC_ENT_ID=8

KG, 2.1.2008 kl. 09:14

38 identicon

80GB á mánuði er annaðhvort reiknað út sem þakið þar sem þú sem viðskiptavinur ert ekki lengur hagkvæmur (eða að þeir fá bara ekki nægan hagnað út úr þér) eða þeir miða sig við vodafone sem auglýsir 80GB sem þakið í skilmálum sínum.

En í anda smámunaseminar þá langar mig að segja að þú færð "ótakmarkað niðurhal" bara ekki á þeim hraða sem þú bjóst við

Elfar Ingvarsson (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 09:29

39 identicon

Áhugaverð umræða. Sem starfsmaður, og langtíma viðskiptavinur Símanns get ég ekki stilt mig um að tjá mig. Í fyrsta lagi, þá auglýsa þeir (alveg eins og vodafone) ótakmarkað niðurhal. Í skilmálunum hjá báðum fyrirtækjum er samt fyrirvari á þessu. Þó að þú lesir ekki það sem þú setir nafnið þitt á, er varla hægt að sakast við internet þjónustu aðillan þinn útaf því. Ef það er samt aðalatriðið að þeir séu að auglýsa svo mikið ótmarkað niðurhal, og ekki að standa við það, skulum við aðeins spá í þessu.

Til að byrja með þá er sæstrengurinn ekki ótmarkaðaur, og ég held að almenn skynsemi okkar geri sér alveg grein fyrir því. Þannig að hugtakið ótakmarkaðaur er ekki til. Síminn sem er með einhverja tugi þúsunda nettenginga í sölu varð að finna einhverja leið. Áður en Torrent.is var lagt af, voru þessi 20 gb tala sem hafði ekki áhrif á 99.9% viðskiptavina. Sem eru samt eins og einhverjir 200-500 viðskiptavinir. Þannig að með þessum aðferðum, og áður en torrent.is fór niður, var Síminn að lofa, og standa við ótakmarkað niðurhal við 99.9% af viðskiptavinum sínum. Gæti trúað að þessi prósenta hafi eitthvað lækkað eftir að Torrent.is var lagt niður en skoðum þá hluti sem mér finnst vera aðalatriði. Ef við til dæmis miðum við þætti sem eru 42 min, og 350 mb. 20 gb af því vitiði hvað það eru margar mínútur.  Væri kannski best að reikna það út í klukkutímum. En það fer allavega heil vinnuvika í að horfa á það, eða 40 vinnustundir. Er það svo takmarkandi að geta ekki náð í það mikið af ólöglegu efni að næstum því 1/4 af ævinni ykkar fer í að horfa á.

Ég verð að játa að mér fannst þetta asnalegt fyrst. Svo þegar mér var bent á þetta, að ég væri 40 klukkustundir að horfa á efnið áður en það kæmi takmörkun þá áttaði ég mig á þessu. Líka staðreyndin er sú að þetta kemur ekki við ansi háa prósentu viðskiptavina.

Varðandi lélega þjónustu í þjónustuveri þá eru starfsmenn auðvitað eins misjafnir og þeir eru margir, og auðvitað er það þannig. Mannleg mistök eiga sér stað alls staðar. Ég gæti nefnt ykkur mikið fleiri dæmi en þið tíundið hér. Get líka frætt ykkur um að væntingar fólks sem hringir inn eru líka oft ekki í samræmi við raunveruleikan. Líka ef þetta er skoðað víða erlendis þar sem fjarskiptaafyrirtækin eru yfirleitt með þéttari byggð og fleiri viðskiptavini kemur í ljós að þetta er nánast hvergi betra, og at best jafn gott. Þjónusta Símanns er ekki verri en samkeppnis aðillina á Íslandi (overall) og í raun mun betra en víðsvegar erlendis. Sem dæmi þá veit ég að biðtími eftir internettengingu er meiri í frakklandi, bretlandi, spán, víðsvegar í bandaríkjunum, víðsvegar í kanada (þekki ekki dæmi þess að það sé jafngott eða betra en þekki dæmi um að það sé verra) og írlandi. 

Ari Hróbjartsson (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 11:00

40 identicon

Langaði líka að svara fyrir hlaðborðslíkinguna. Þá er hún glötuð af því að við erum ekki að tala um eitthvað aðeins meira. Eins og ég borða kannski 8 sneiðar í staðin fyrir að kærastan mín borðar bara 4. Þetta er meira svona eins og 4 sneiðar og 4-8 pizzur.. ef þú vilt taka pizza hlaðborðið sem dæmi, og setja þetta í réttmæt hlutföll..

Ari Hróbjartsson (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 11:08

41 identicon

Ef menn ætla að styðja samkeppni þá má ekki gleyma Hringiðunni :)

DoctorE (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 11:09

42 identicon

Jón Bjarni:
Það er ekki bannað að sækja höfundavarið efni. Það er hinsvegar ólöglegt að hafa hagnað af dreifingu þess án græns ljós frá höfundi.
http://www.althingi.is/lagas/nuna/1972073.html

"Ég væri ekki að trufla þjónustu annara notenda ef ekki væri fyrir græðgi netveitunnar, stækka ekki pípurnar sínar í samræmi við notendafjölda.
Hagnaður Símanns var 2,8 milljaðar kr á síðari helming ársinns 2006. Það eru vel til peningar til að stórefla þjónustu með stækkun á útlandasambandi."
http://news.icex.is/newsservice/MMIcexNSWeb.dll/newspage?language=IS&pagetype=symbolnewslist&primarylanguagecode=IS&newsnumber=36692

"Ég sæki allt mitt efni gegnum usenet, með því að nota nntp gerist ég ekki sekur um lögbrot"
nntp staðallinn: http://www.w3.org/Protocols/rfc977/rfc977

"Það er staðreynd að ca. 5% netnotenenda eru að nota 95% af bandbreiddinni - ekki nóg með það heldur eru þessi 5% sá hluti sem mest kvartar og vælir."
Ég skora á þig að koma með rök fyrir þeim staðreyndum!

"Ef ég stjórnaði hjá þessum fyrirtækjum þá myndi ég einfaldlega reka þetta fólk úr viðskiptum og persónulega held ég að þú ættir að þakka fyrir að þau gera það ekki."
Ég hef ekkert út á Hive Internet að segja. Þeir standa við sitt og senda mér ekki hótunarbréf eins og OgVodafone eða takmarka mig eins og Síminn gerðu.

Myrkvi (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 19:09

43 identicon

Ég hafði samband við HIVE.
Samhv. þjónustuveri þeirra eru þeir að draga lok á samninga um stækkað útlandasamband til að efla þjónustu við viðskiptavini.

Ég vil enn of aftur nefna, þessi umræða er tengd svik-auglýstu ótökmörkuðu niðurhali, þar sem ótakmarkað hefur fastann hatt á hvern notenda fyrir sig (20GB\viku)
Kjósi ég að fullnýta tenginguna mína milli klukkan 04:00 og 05:00 á morgnanna þá er ég sagður valda töfum á notkun annara og tengingin mín köppuð.

Ég veit að það stendur í skilmálum þeirra að þeir áskili sér rétt til þess að takmarka notkun mína ef hún hefur áhrif á aðra notendur, en það eru engin mörk dregin upp.
Hví ekki að skella 20GB\viku í skilmálana? .. Jú því þá eru þeir að viðurkenna að það sé ekki ótakmarkað niðurhal og auglýsingaherferð þeirra á sér ekki rétt.

Myrkvi (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 20:22

44 Smámynd: KG

     "Ég vil taka það fram að ég er ekki viðskiptavinur símans - en ég sé ekki betur en þeir séu búnir að breyta skilmálum sínum í þá veru sem þú talar um hér."

Geturu frætt mig um það í hvaða skilmálum Símans þú sjáir það tekið fram að "ótakmarkað niðurhal" sé takmarkað við ákveðið gagnamagn? Eftir snögga yfirferð yfir skilmála Símans þá taka þeir hvergi fram ákveðið gagnamagn. Ef Síminn ákveður að setja slíkt ákvæði í skilmálana þá mundi það teljast íþyngjandi á viðskiptavini Símans og því skylt að fá viðskiptavini til að skrifa undir endurnýjaða skilmála.

Að öðru leiti þá vil ég benda fólki hér á að halda umræðunni á faglegu nótunum. "Grjóthnullunga skaltu eigi aðra kalla ellegar fá sjálfur grjóthnullung í hausinn"

KG, 2.1.2008 kl. 22:11

45 identicon

Ég hef ekki orðið var við þjónusturof hjá HIVE frá því ég flutti mig til þeirra fyrir 2 árum.

Ótakmarkað niðurhal var fyrst í boði hjá Hive, OgVodafone og Síminn neyddust til þess að fella niður 2500kr/GB rukkunina því Hive voru að raka til sín viðskiptavinum.

Ég sé ekkert um 20GB regluna í http://www.siminn.is/servlet/file/Skilmalar_Sjonvarp_ADSL.pdf

Áskriftarleiðir símanns:



GóðurBetriBesturLangbestur Hraði 1 Mb/sek2 Mb/sekAllt að 8 Mb/sek***Allt að 12 Mb/sek***Innifalið erlent niðurhal4 GB**6 GB**ÓtakmarkaðÓtakmarkaðInnifalin netföng3355Mánaðarverð3.990 kr.4.990 kr.5.990 kr.6.490 kr.

 Svona mætti skrifa þetta:



GóðurBetriBesturLangbestur Hraði 1 Mb/sek2 Mb/sekAllt að 8 Mb/sek*****Allt að 12 Mb/sek*****Innifalið erlent niðurhal4 GB**6 GB**80 GB ****

80 GB ****

Innifalin netföng3355Mánaðarverð3.990 kr.4.990 kr.5.990 kr.6.490 kr.

 **** Um er að ræða ótakmarkað niðurhal en hraði tengingar verður defiður fari samtala niðurhald yfir 20 GB á 7 daga tímabili

***** Erlendur hraði verður lækkaður miðað við samtölu erlends niðurhals síðastliðna 7 daga samhv:
        20-25gb = 512kbit
        25-50gb = 256kbit
        50-75gb = 128kbit
        75gb+    = 64kbit

Myrkvi (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 22:17

46 identicon

HTML-ið ekki alveg að gera sig :D

Myrkvi (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 22:17

47 identicon

Ég náði að grafa upp bréf sem ég fékk frá OgVodafone fyrir 2 árum




Myrkvi (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 22:20

48 identicon

Það er enginn þjófnaður að sækja höfundavarið efni.

Þjónustan sem við kaupum er auglýst á þann veg að niðurhal sé ótakmarkað.

Óskar, hvenær ætlar þú að skilja að það er í höndum internetþjónustuaðilanns að stækka útlandasamband sitt í hlutföllum við þjónustuna sem hann bíður uppá? 

Myrkvi (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 23:38

49 Smámynd: KG

Ég ákvað að færa umræðuna yfir á nýja umræðu svona til að fría nýjum lesendum við að fara yfirum á skrollinu á músinni sinni

KG, 3.1.2008 kl. 00:17

50 identicon

"Það er enginn þjófnaður að sækja höfundavarið efni."

Jú það er þjófnaður að sækja höfundarvarið efni án þess að greiða fyrir það uppsett verð eða án samþykkis rétthafa höfundarréttar ... hvenær ætlarðu að koma því inn í hausinn á þér að þetta er þjófnaður og ekkert annað ?  :)

Sýndu mér endilega greinargerð í lögum sem leyfir niðurhal á höfundarréttar vörðu efni án samþykkis eiganda eða án þess að greiða fyrir :) 

Óli (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 00:49

51 identicon

Ef þeir hefði ótakmarkaða bandvídd þá væri vandamálið ekki til staðar.

Myrkvi (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 09:01

52 identicon

Óli

 Saklaus uns sekt er sönnuð.

Komdu sjálfur með tilvísun í löggjöfina.

Myrkvi (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 09:02

53 identicon

Ó gvuð...

Enn rekst ég á þig, Myrkvi. Það er eins og þú sért ekki að hlusta(read: lesa(read:skilja)).

Síminn takmarkar hraða eftir 20 Gb á viku/ Vodafone sendir þér bréf eftir gvuðveithvemikiðniðurhal/ Hive takmarkar skráarskiptaprotocola yfirhöfuð: Bara gott og blessað. Þetta er sett vegna þess að hreinlega ógeðslega mikið af fólki sem notar skráarskiptaprotocola, og það fólk - like it or not - er að skerða upplifunina fyrir öðrum   . Það skiptir engu máli hvort þu sért að gera það fullkomlega löglega eða bara að þykjast vera að gera það fullkomlega löglega, þú ert samt að skerða internetupplifunina fyrir öðrum. 

Það er verið að takmarka "löglega" niðurhalið þitt: Bú flicking hú. Cry me a flicking river. My heart flicking bleeds.  Sú staðreynd að þu ert að fara yfir 100 GB á mánuði, eða hvað það er sem þú ferð upp í, sýnir strax að þu ert að nota heppilegan slatta af bandvídd, hvort sem það er allann sólarhringinn eða bara hluta hans. Og já, ef þú deilir því niður á "svona litið á sekúndu", þá telur það þegar einhver þúsundir gera það. 

Þetta er ekki internettenging ef ég fæ ekki Usenet myndirnar mínar: Mér leiðist að endurtaka mig, but oh well. NNTP sem protocol er ekki blokkaður. Hins vegar ef það er notaður til skráarskipta (þa er talað um stærri skrár) þá er hann settur í lægri forgang hjá Hive(Hja hinum er það bréf eða lækkun á hraða). Þetta er líka bara fine and dandy. Aftur, þá geturðu valið um að vera með lélegan hraða, eða ömurlegan hraða.  Sådan er det bare.

Þetta er ekki ótakmarkað ef hraðinn er lækkaður:  Faktískt er það þannig. Hraðinn hjá þér er bara lækkaður. Af hverju? Varstu ekki að hlusta(lesa(skilja))?? Ef engin væri hraðatakmörkunin, værir þú aktívt að klúðra tenginguna fyrir öðrum, bara til að ná í þitt svaðalega löglega efni. En þér er kannski nákvæmlega sama um það. Þér ER nákvæmlega sama um það, er það ekki?

Það heitir ekki internettenging ef hún styður ekki NNTP / heitir ekki ótakmarkað ef það er ekki: Hvað annað eiga þeir að kalla það? Eiga þeir að gera eina 20 GB áskriftaleið, eina 30 GB, eina 40 GB? Og eiga að vera mismunandi verð á´þeim?

Ég sé að markaðsdeildirnar upplifir mikið þann missi að njóta ekki nærveru þinnar.

Hvernig væri bara að vera með eina áskriftaleið sem býður öllum stórnotendum að downloada eins mikið og þeir vilja, en með einhverjum hömlum fyrir snillingana sem þurfa að hanga yfir torrentunum eins og þeir eigi lífið að leysa. Því, ég meina, ekki getum við boðið öllum Algerlega Algerlega Ótakmarkað niðurhal með fullri bandvidd í´gegnum sæstreng sem tugþúsundir manna eru að fista þversum í boruna. Ekki getum við kallað það Næstum Þvi Ótakmarkað Niðurhal, því bara selst ekki. Það selst ekki vegna þess að næsti maður er alltaf tilbúinn að ljúga feitar. 

Vissirðu að þetta er beinlinis eins í Bretlandi. Vandamálið virðist vera að það er ekki nóg af bandvídd til útlanda per torrent-graðnagla. Heldurðu ekki að þetta gæti reynst vandamál vegna ójafnvægis milli framboðs og eftirspurnar? Er það ekki raunverulega það sem vandamálið okkar gæti verið? Of mikið framboð fyrir bandvídd, ekki nóg til að dreifa á alla.  

Ég er ekki að brjóta lög vegna þess að ég er að nota Usenet server, og það er ekkert ólöglegt við það að hala niður efni af netinu: ......

....

Vá...

Ég vildi að ég væri nálægt þér, svo ég gæti slegið þig létt og laust á hnakkann. Án ofbeldis, samt. I&#39;m not that kind of guy.

Það ætti að setja virkjun við afneitunina þina.  Þú trúr því semsagt einlægt að það sem þu ert að gera er ekki rangt. Flott, það getur vel verið að það er ekki hægt að handtaka þig fyrir það sem þú gerir. En það vantar eitthvað meira í þig en skrúfu ef þú heldur að þú sért ekki að stela. 

Ég held að enginn sé svo firrtur skynsemi að hann haldi að hann sé ekki að stela þegar hann nær í mynd á netinu án leyfis rétthafa.

Farðu í Hagkaup, þar sem Íslendingum finnst skemmtilegast að versla. Taktu þér epli. Borðaðu það. Þegar einhver kemur að stoppa þig, segðu bara: "En ég er ekki að dreifa þeim, þetta er allt í lagi". EKki einu sinni byrja að réttlæta það með einhverju rugli um að afritunum fækki ekki eftir þvi sem fleiri stela.  

"Ef þeir hefði ótakmarkaða bandvídd þá væri vandamálið ekki til staðar."

Þú ert ekki að grinast, er það nokkuð? Þér er aktúelt alvara...



Nú vil ég sjá raunverulegt plan um hvernig þú heldur að þetta sé mögulegt. Og ég vil þá sjá kostnaðaráætlun, tegund af streng, búnað á sitthvorum enda til að dreifa þessari ótakmörkuðu bandvidd, hvernig henni skal dreift á fjarskiptafyrirtækin, og hvað þetta á´allt eftir að kosta? Hey, hver á svo að borga fyrir það? Sendum jólasveininum bréf, kannski á hann nóg.

Og svo ég komi því að, þá finnst mér það hræðilegt að sjá að Síminn svíni svona á kúnnunum sinum. Ef ég ætti að velja milli þess að vera lækkaður í 512 kb, fá bréf eða fá bara sama hraðann alltaf, þá held ég myndi frekar sleppa við böggið og fá alltaf sama lélega hraðann. Þetta kemur nú allt á sama stað.... En það er bara ég 

Dave (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 02:27

54 identicon

Vísaðu mér á lög sem segja til um að það sé ólöglegt að sækja efni án samþykki höfunds þá skal ég hundur heita.

 Ég veit full vel að það er ekki hægt að bjóða upp á ótakmarkaða tengingu, og ekki er hægt að ætlast til þess að þjónustuaðilinn geti boðið upp á hana.

Umræðan snýst að því að þjónustan er auglýst á villandi hátt.

Myrkvi (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband